Advertisement

Kjartan Ragnar Guðnason

Advertisement

Kjartan Ragnar Guðnason

Birth
Reykjavík, Reykjavíkurborg, Höfuðborgarsvæði, Iceland
Death
22 Nov 1991 (aged 78)
Reykjavík, Reykjavíkurborg, Höfuðborgarsvæði, Iceland
Burial
Reykjavík, Reykjavíkurborg, Höfuðborgarsvæði, Iceland Add to Map
Plot
V-513
Memorial ID
View Source
FATHER
Guðni Eyjólfson 1883–1974
Birth 2 FEB 1883 • Iceland
Death 27 APR 1974 • Iceland

MOTHER
Sigrún Sigurðardóttir 1895–1953
Birth 1 NOV 1895 • Iceland
Death 28 FEB 1953 • Iceland

SIBLINGS
Njáll Guðnason 1907-2002 (mother: Sesselja Helgadóttir)
Herdís Jóna Guðnadóttir 1914–2005
Gunnar Baldur Guðnason 1917–2006
Hrefna Guðríður Guðnadóttir 1919–2012
Sigríður Guðnadóttir 1921–2012
- no Gardur.is record or Morgunblaðið obituary; According to her mother's obituary, Sigríður was married and living in France at the time of her mother's death in Feb 1953.
Guðjón Guðnason 1923–1998
Jóhann Guðnason 1925–2000
Agnar Guðnason

===========================================

Morgunblaðið - 03 Dec 1991 - pages 48 & 49
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1755318
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78414/
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78424/
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78423/
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78421/
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78418/
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78419/

Morgunblaðið - 04 Dec 1991 - page 49
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1755318
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78527/

https://www.gardur.is/einstakl.php?action=leita&nafn_id=150005
Nafn: Kjartan Guðnason
Heimili: Sjafnargötu 7
Staður: Reykjavík
Kirkjugarður: Hólavallagarður við Suðurgötu
Reitur: V-513
Staða: Fulltrúi
Fæðingardagur: 21-01-1913
Dánardagur: 22-11-1991
Jarðsetningardagur: 03-12-1991
Aldur: 78 ára

===========================================

newspaper obituary

MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1991
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1755318
pages 48-49

Morgunblaðið
pages 48-49. 3. desember 1991 | Minningargreinar

Kjartan Guðnason ­ Minning

Fæddur 21. janúar 1913
Dáinn 22. nóvember 1991

--------------------

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78414/
pg 48 - 3. desember 1991 | Minningargreinar | 660 orð

Kjartan Guðnason ­ Minning Fæddur 21. janúar 1913 Dáinn 22. nóvember 1991

Við andlát Kjartans Guðnasonar, 22. nóvember sl., sækja minningarnar að okkur systkinunum. Kjartan, eða Daddi Guðna, eins og við nefndum hann, var hinni hlýi og káti fjölskylduvinur, sem kom á bernskuheimili okkar nánast á hverjum sunnudagsmorgni í áratugi, jafnframt því sem við áttum ótal samverustundir með honum utan heimilisins. Kjartan var eins konar kjörfrændi okkar og hann lét sér annt um fjölskylduna eins og við værum nánir ættingjar.

Kjartan var fæddur í Reykjavík 21. janúar 1913 og var hann elstur af átta börnum hjónanna Guðna Eyjólfssonar, sem lengst af var kenndur við Gasstöðina í Reykjavík og Sigrúnar Sigurðardóttur. Kjartan ólst upp í Reykjavík og stundaði þar ýmis störf framan af ævi. Meðal annars starfaði hann um tíma hjá Lífeyrissjóði Íslands og var í Bretavinnu og í stríðslokin starfaði hjá þeim stjórnvöldum sem komið var á fót til þess að hafa stranga stjórn á gjaldeyriseyðslu og fjárfestingu landsmanna. Þar lágu saman leiðir Kjartans og föður okkar, Friðfinns Ólafssonar. Bundust þeir vináttuböndum sem ekki brustu meðan báðir lifðu. Í störfum þeirra á þessum fyrsta samstarfsvettvangi sameinaði þá létt lund beggja og veitti ekki af, því eins og Jón heitinn Pálmason alþingismaður sagði í þingræðu við afnám laganna um Fjárhagsráð árið 1953, "ætti að þakka mörgum þessum mönnum fyrir að hafa ekki framkvæmt þessi þrautvitlausu lög á miklu verri hátt en þeir hafa gert".

Árið 1948 veiktist Kjartan alvarlega af berklaveiki. Var hann frá störfum í heilt ár af þeim sökum og dvaldist á berklahælinu á Vífilsstöðum. Hann náði heilsunni á ný og helgaði upp frá drjúgan hluta af lífskrafti sínum baráttunni gegn afleiðingum berklaveikinnar. Árið 1951 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Jónu Jónasdóttur og stóð heimili þeirra alla tíð á Sjafnargötu 7 hér í borg. Þau Kjartan og Jón eignuðust ekki börn, en áður hafði Kjartan eignast soninn Snorra Hlíðberg Kjartansson, fæddan 1947.

Árið 1951 hóf Kjartan störf hjá Tryggingastofnun ríkisins og starfaði hann þar meðan kraftar leyfðu, en eftir að hann náði aldurshámarki opinberra starfsmanna hélt hann áfram störfum hjá stofnuninni í hlutastarfi. Þegar hann nýlega lét endanlega af störfum átti hann þar 40 ára starfsferil að baki.

Kjartani lét vel að starfa hjá Tryggingastofnun sökum ljúfmennsku hans og ríkrar samkenndar með þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Jafnframt störfum sínum tók hann mikinn þátt í félagsmálum þeirra sem þjáðst höfðu af berklaveiki og náði þar verulegum árangri. Hann sneri þar persónulegu áfalli í sigur samfélagsins.

Eins og að framan greinir var mikil vinátta og samgangur milli föður okkar og Kjartans. Á veturna hittust þeir reglulega eins og áður er sagt og tefldu þá skák eða tóku í spil um leið og þeir ræddu málefni líðandi stundar. Á sumrin stunduðu þeir saman veiðiskap þar á meðal um fjölda ára í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp ásamt nokkrum kátum félögum, sem höfðu ána á leigu og höfðu byggt þar veiðihús. Kjartan var slyngur veiðimaður og hann var líka hrókur alls fagnaðar, þegar menn gáfu laxinum frið. Við systkinin fengum stundum að fara með í veiðiferðirnar vestur og munu þeir dýrðardagar seint líða okkur úr minni.

Kjartan átti við bága líkamlega heilsu að stríða upp á síðkastið, en hann hélt áfram að vinna hugðarefnum sínum til heilla. Hann var jafnan boðinn og búinn til þess að leggja góðu málefni lið eða aðstoða bágstaddan samferðamann þar sem hann mátti.

Eftir að faðir okkar lést árið 1982 héldum við systkinin áfram sambandi við Kjartan og Jónu og á hverju sumri var farið til laxveiða í nágrenni borgarinnar. Enn bjó sami krafturinn og lífsgleðin í Kjartani og hann gaf engum eftir í árangri veiðiskaparins. Þannig minnumst við hans sem hins lífsglaða og velviljaða drengskaparmanns, sem lagði sitt lóð á vogarskálarnar til þess að stuðla að aukinni velferð í íslensku samfélagi.

Um leið og fjölskylda mín vottar Jónu og öðrum aðstandendum Kjartans innilega hluttekningu biðjum við Guð að blessa minningu hans.

Björn Friðfinnsson

--------------------

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78424/
pg 48 - 3. desember 1991 | Minningargreinar | 358 orð

Kveðjuorð frá samstarfsfólki Þegar okkur barst andlátsfregn Kjartans Guðnasonar

Kveðjuorð frá samstarfsfólki Þegar okkur barst andlátsfregn Kjartans Guðnasonar brá okkur. Við höfum þó lengi vitað, að Kjartan barðist hetjulegri baráttu við erfiða sjúkdóma. Engu að síður kom það okkur í opna skjöldu að þessi glaðværi góði vinur væri horfinn.

Kjartan Guðnason var einn af þeim mönnum sem aldrei gleymist þeim er honum kynntust. Hann var sterk persóna, sem gustaði af þó hljótt færi. Velvilji og nærgætni við alla sem hann hafði samskipti við voru hans aðalsmerki. Í gegnum langt samstarf á Tryggingastofnun ríkisins er okkur ljóst, að Kjartan var einn af þeim brautryðjendum almannatrygginga á Íslandi sem markaði hvað dýpst spor í þennan mikilvæga málaflokk. Kjartan var um árabil deildarstjóri lífeyrisdeildar Tryggingastofnunar ríkisins. Það starf, sem og önnur störf er hann sinnti, fórust honum fádæma vel úr hendi. Margir eru þeir, sem hann greiddi fyrir og munu margir nú á kveðjustund minnast hans með hlýju.

Fyrir sakir góðra gáfna og forystuhæfileika valdist Kjartan snemma til ýmiskonar starfa í félagsmálum. Hann var um árabil formaður SÍBS og sinnti því starfi sem öðrum af kostgæfni. Þá var Kjartan formaður stjórnar Reykjalundar um skeið og var svo er hann féll frá nú hinn 22. nóv. sl.

Síðustu ár ævi sinnar starfaði Kjartan sem félagsmálafulltrúi á læknadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Mörg voru þau mál, sem hann sinnti í því erfiða starfi, en flest leysti hann farsællega öll svo sem kostur var á. Hann sýndi manndóm sinn í þessu starfi og þá helst með þeim hætti hversu vel hann tók öllum sem að garði bar. Hann vildi ávallt rétta hlut þeirra sem stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni hvort heldur var af sjúkdómsástæðum eða vegna erfiðrar félagslegrar stöðu.

Í umgengni var Kjartan alltaf hinn ljúfi, glaði maður, sem engan styggði, en laðaði ætíð það besta fram í hverjum manni sem á vegi hans varð.

Nú hafa leiðir skilið um sinn. Sár harmur er kveðinn að eftirlifandi eiginkonu Kjartans, frú Jónu Jónasdóttur, og öðrum nánum ættingjum. Við starfsfólk Tryggingastofnunar ríkisins vottum konu hans og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð.

Við biðjum Hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að varðveita vin okkar Kjartan Guðnason. Guð blessi góðan dreng.

Björn Önundarson

--------------------

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78423/
pg 48 - 3. desember 1991 | Minningargreinar | 579 orð

"Þar sem góðir menn fara þar eru Guðs vegir." Gæðadrengurinn Kjartan Guðnason

"Þar sem góðir menn fara þar eru Guðs vegir." Gæðadrengurinn Kjartan Guðnason er allur. Hann kvaddi þennan heim 22. nóvember sl. á Reykjalundi. Kjartan var fæddur 21. janúar 1913. Það var gott að eignast gleðigjafa á þeim myrkvu tímum. Hann var elstur af átta börnum Guðna Eyjólfssonar verkstjóra í Gasstöðinni (af Víkingslækjarætt) og Sigrúnar Sigurðardóttur af ætt Guðna Jónssonar í Reykjakoti og ætt Eyjólfs Guðmundssonar á Grímslæk í Ölfusi.

Kjartan ólst upp á mannmörgu, glaðværu menningarheimili, þótt ekki væri þar um mikinn veraldarauð. Oft komu í heimsókn menningarvitar þeirra tíma, heimagangar voru félagar úr Karlakór Reykjavíkur, glaðir menn sem spiluðu og sungu. Ekki ósjaldan litu við nú þekktir málarar eins og Gísli Jónsson, Kjarval og síðar Jón Engilberts. Guðni sjálfur var þekktur fyrir gamanbragi sína sem sungnir voru um land allt.

Þegar í bernsku komu fram hjá Kjartani hans mest áberandi lyndiseinkunnir, stilling, góðvild, glaðværð og hjálpsemi. Þar sem hann var elstur systkina sinna var það venja að leita til hans ef vanda bar að höndum. Sú venja hélst fram á síðasta dag. Góð voru æskuár Kjartans þrátt fyrir almenna fátækt og kreppu. Hann gekk í gagnfræðaskóla og Samvinnuskólann. Síðan fór hann til Svíþjóðar á lýðháskóla með vini sínum Pétri Péturssyni. Þeir voru báðir ungir jafnaðarmenn og komu heim aftur fullir af eldmóði.

Kjartan tók lífinu létt á sínum yngri árum og stundaði margskonar vinnu, var í Bretavinnu og vann meira að segja hjá hinu umdeilda Fjárhagsráði. Þar eignaðist hann að ævivini Friðfinn Ólafsson. Sumarið 1948 urðu þáttaskil í lífi Kjartans. Hann var þá fluttur fárveikur með berklasmit upp á Vífilsstaðahæli. Fljótt náði hann nokkrum bata og réði þar mestu stilling og jákvætt lífsviðhorf hans. Síðan hefur hann varið næstum öllum frístundum í þágu SÍBS og ýmissa annarra öryrkjahópa og aðstoðað þá á leið til sjálfsbjargar. Þar sem vel var unnið að velferðarmálum, þar var vettvangur Kjartans Guðnasonar.

Eftir dvölina á Vífilsstöðum kvæntist hann gæðakonunni Jónu Jónasdóttur og hóf sambýli með fjölskyldu hennar á Sjafnargötu 7. Þar steig hann mikið heillaspor. Þau Jóna og Kjartan áttu sameiginlegt hjartansmál, velgengni SÍBS.

Árið 1951 hóf Kjartan störf hjá Tryggingarstofnun ríkisins og varð síðar deildarstjóri. Sú fjölbreytta þekking hans á lands- og félagsmálum kom honum í góðar þarfir við störf hjá T.R. Hann var ástsæll hjá starfsfólki og ekki síður hjá viðskiptavinum, svo stundum gekk fram úr hófi, t.d þegar þeir vildu fá að vita á hvaða spítala hann lægi, þegar hann var eitt sinn á gjörgæsludeild!

Siðustu ævidagana dvaldi hann mest á Reykjalundi og naut þar bestu aðhlynningar sem völ er á. Við fjölskylda hans færum því góða fólki mikla þökk. Kjartan kvartaði aldrei og ætlaðist ekki til neins af neinum. Hann tók okkur alltaf fagnandi, spurði aldrei hverju það sætti að við hefðum ekki komið fyrr. Þessvegna var svo auðvelt að heimsækja hann á hæli og spítala, að maður fór ekki síður sjálfs sín vegna en hans og fór alltaf ríkari og rólegri af hans fundi.

Fögru mannlífi er lokið. Svo velviljaður og mikill friðsemdarmaður var Kjartan að alveg útilokað er að hann hafi átt nokkurn óvildarmann. Við Guðjón og öll okkar börn kveðjum kæran bróðir, mág og frænda með söknuði en umfram allt þakklæti fyrir vináttu og tryggð sem hann ávallt auðsýndi okkur. Góð er þreyttum hvíldin. Göfugt ævistarf er í höfn og heimkoman örugg hjá þeim sem öllu ræður. Jóna mín, þú hefur misst svo mikið og Unnur líka. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur öllum í Sigtúni 21.

Friðný G. Pétursdóttir

--------------------

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78421/
pgs 48-49 - 3. desember 1991 | Minningargreinar | 478 orð

Ég kynntist Kjartani Guðnasyni fyrst árið 1975 er ég fór að venja komur mínar á

Ég kynntist Kjartani Guðnasyni fyrst árið 1975 er ég fór að venja komur mínar á Sjafnargötu 7 til að heimsækja núverandi eiginkonu mína. Á Sjafnargötunni bjuggu þá, Fríða kona mín ásamt foreldrum sínum, Hermanni og Unni, og systir Unnar, Jóna, ásamt manni sínum Kjartani.

Það sama ár lést Hermann af slysförum og má segja að Kjartan hafi komið mér í tengdaföður stað. Valur sonur minn, sem fæddist ári síðar, kallaði Kjartan ávallt afa Kjartan. Á brúðkaupsdegi okkar hjóna, kom það í hlutverk Kjartans að halda föðurlega ræðu í tilefni giftingar "dóttur hússins" eins og hann komst að orði.

Af helstu einkennum Kjartans má nefna; vanafestu, hógværð, gott skap og ríka kímnigáfu. Vanafesta Kjartans var honum rótgróin og mátti stilla klukku eða telja vikudagana eftir athafnaferli hans. Kjartan var einstaklega skapgóður maður og sá ég hann aldrei skipta skapi þau ár sem ég þekkti hann. Kjartan hafði ríka kímnigáfu og var ritfær í betra lagi. Það var því sérstök ánægja í langdvölum okkar erlendis að fá reglulega bréf frá Kjartani með fréttir af heimaslóðum. Þegar þau bréf bárust, var það eins og helgistund á heimilinu meðan þau voru lesin. Bréf þessi höfum við ávallt varðveitt.

Jóna, kona Kjartans, er einnig gædd sömu góðu skapgerðareinkennum og hann, og er erfitt að ímynda sér rifrildi á því heimili. Kjartan og Jóna voru sérstaklega náin hjón sem sjaldan voru í fjarveru hvors annars.

Það var sérstök ánægja að fá þau hjón í reglulegar heimsóknir á heimili okkar erlendis, aðallega í Noregi. Þær heimsóknir skilja eftir margar góðar minningar um góðar stundir og skemmtilegar ferðir sem við fórum með þeim um England, Skotland, Noreg og víðar. Kjartan og Jóna voru einstaklega þægileg í umgengni og við verið búsett á heimaslóðum.

Kjartan var ekki heilsuhraustur maður og hafði hann þrisvar sinnum legið alvarlega sjúkur á gjörgæsludeild, "banalegurnar þrjár" eins og hann kallaði það. Hann henti að því í gamni að sú næsta yrði sú síðasta. Það lá yfirleitt vel á Kjartani og lét hann lítið á því bera að heilsufarið var ekki alltaf upp á það besta. Hann fór helst ekki til læknis nema honum væri ekið þangað í sjúkrabíl. Má segja að hin síðari ár, er líkaminn var farinn að gefa sig, að hann hafi fyrst og fremst lifað á þeim góðu andlegu eiginleikum sem hann hafði til að bera.

Kjartan var elstur af átta systkinum, sem öll eru á lífi. Mikil samheldni ríkti meðal þeirra systkina. Hjálpsemi þeirra við Kjartan og Jónu á síðustu mánuðum vill ég þakka sérstaklega.

Ég vona að þessar fátæklegu línur mínar nái að berast héðan af arabasöndum, á norðlægari breiddargráður, þar sem ég get ekki verið viðstaddur og vottað Kjartani mína hinstu kveðju við útförina.

Jóna mín, þér votta ég mína innilegustu samúð og megi minningin um góðan mann styrkja þig á þessum erfiðleikatímum.

Gunnar Birgisson, Riyadh Saudi Arabíu.

--------------------

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78418/
pg 49 - 3. desember 1991 | Minningargreinar | 1306 orð

Kjartan Guðnason var í framvarðarsveit Sambands íslenskra berkla

Kjartan Guðnason var í framvarðarsveit Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga í meira en fjóra tugi ára. Með honum er genginn einn af merkustu forustumönnum frjálsrar félagsstarfsemi á Íslandi. Berklaveikin var lævís sjúkdómur hér á landi á fyrri hluta þessarar aldar og hafði mörg andlit. Sjö ára strákur úr Reykjavík er sendur í sveit austur fyrir fjall, sem ekki væri hér í frásögur færandi nema fyrir það, að strákur þessi var Kjartan. Árið var 1920. Hann sagði sjálfur svo frá í viðtali sem birtist í bókinni SÍBS í 50 ár: "Það voru berklar á næsta bæ við þann sem ég dvaldi á. Þegar ég kom úr sveitinni um haustið var ég orðinn eitthvað veikur og mér bannað að fara í skólann. Það voru mín fyrstu kynni af þessu. Þá var talað um berklaskoðun en mér batnaði aftur í bili svo að ekki varð úr í það skiptið." Það voru þó þessi veikindi sem mörkuðu síðar lífshlaup Kjartans þótt ekki létu þau ýkja mikið yfir sér þá.

Árið 1945 var merkisár í sögu íslenskra heilbrigðismála fyrir þá sök að það ár voru landsmenn allir berklaskoðaðir. Miðað við aðferðir og skoðunartækni þess tíma var þarna á ferðinni stórmerkilegt átak sem ekki hefur verið leikið eftir síðan. Í þessari allsherjar berklaleit kom í ljós að Kjartan hefði vissulega sýkst af berklum en yfirunnið sýkinguna, samt talin hætta á að hún væri ekki að fullu úr sögunni. Það var því fylgst grannt með honum á Berklavarnarstöðinni Líkn, en ekki frekar aðhafst í bili, þar eð hann var einkennalaus. Svo gerist það, sem ekki var óalgengt á þeim árum, að eftir erfitt ferðalag árið 1948 veiktist Kjartan illilega og reyndist kominn með virka lugnaberkla. Hann lá á Vífilsstöðum í 9 mánuði, sem ekki telst langur tími miðað við það sem þá gerðist. Meðferðin var fólgin í legu og "blásningu". Kjartan náði sér sæmilega á strik en var þó "blásinn" áfram næstu 4 árin.

Strax á næsta ári, 1949, er Kjartan orðinn virkur í félagsskap berklasjúklinga, kominn í stjórn Berklavarnardeildarinnar í Reykjavík, sem nú heitir SÍBS deildin Reykjavík. Hann var á meðal fulltrúa á 7. þingi SÍBS sem haldið var á Reykjalundi árið 1950 og var þar kosinn varamaður í stjórn sambandsins. Í stjórn SÍBS situr hann síðan óslitið til ársins 1988, í 38 ár, varamaður í 6 ár, meðstjórnandi og síðar ritari í 18 ár og að lokum formaður í 14 ár. Á þessum árum stórefldist SíBS jók umsvif sín á Reykjalundi og kom á fót marvíslegri starfsemi og fyrirtækjum.

Ætla mætti að það væri nægt verkefni af félagslefum toga hverjum manni, auk þess að sinna fullu starfi til lífsviðurværis, að taka þátt í stjórnarstörfum SíBS. Svo var þó ekki með Kjartan, heldur gegndi hann jafnframt margvíslegum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sambandið.

Hann sat í stjórn Reykjalundar árin 1950-1956 en á þeim árum risu margar af þeim byggingum sem nú eru á Reykjalundi og grunnurinn var þá lagður að plastiðnaðinum þar, sem í dag er stærstur sinnar gerðar hér á landi. Aftur sat Kjartan í stjórn Reykjalundar árin 1984-1986.

Árið 1958 ákvað SíBS að koma á fót vinnustofu fyrir öryrkja í Reykjavík. Var Kjartan í undirbúningsnefnd vinnustofunnar sem hlaut nafnið Múlalundur. Reglugerð um Múlalund var samþykkt 22. janúar 1959, stjórn var skipuð og var Kjartan formaður hennar. Starfsemi vinnustofunnar hófst síðan 20. maí það ár í Ármúla 34. Múlalundur á þannig nú að baki sér 32 starfsár og hefur á þeim tíma gefið ótölulegum fjölda öryrkja kost á vinnu sem þeim hefði annars ekki boðist. Kjartan var formaður stjórnar Múlalundar næstu árin á meðan framleiðslugreinarnar voru að þróast og starfsemin að mótast.

Árið 1982 fluttist starfsemi Múlalundar úr Ármúla 34 í nýtt húsnæði í Hátúni 10 í Reykjavík. Þar með var húsnæðið í Ármúlanum laust til annarra nota. Samstarf myndaðist milli SíBS, Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands og Samtaka aldraðra um að koma þar upp þjónustumiðstöð aldraðra og öryrkja. Þjónustumiðstöðin opnaði 6. janúar 1983 og hlaut nafnið Múlabær. Kjartan var fyrsti stjórnarformaður hennar og var raunar fulltrúi SíBS í stjórninni allt til dánardægurs.

Árið 1985 tókust samningar milli rekstraraðilja Múlabæjar annars vegar og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hins vegar um að koma upp þjónustumiðstöð fyrir Alzheimersjúklinga. Hún tók til starfa árið 1986 og hlaut nafnið Hlíðarbær. Þar var Kjartan enn að verki og sat hann einnig í stjórn þeirrar þjónustumiðstöðvar til dánardægurs.

Fleira mætti rekja af trúnaðarstörfum Kjartans fyrir SíBS og skulu hér aðeins tvö þeirra nefnd:

Kjartan var árum saman fulltrúi SÍBS í stjórn Norræna berklavarnarsambandsins (DNTC) sem stofnað var á Íslandi árið 1948. Nafni sambandsins var breytt 1971 til samræmis við þróun sem orðið hafði í áranna rás á starfsemi félaga berklasjúklinga á Norðurlöndum, heitir sú Nordiska Hj¨art- och Lunghandikappades Förbund (NHL). Kjartan var allt fram á þetta ár tengiliður SÍBS við NHL.

Árið 1950 stofnaði Katrín Pálsdóttir sjóð til minningar um dóttur sína, Hlíf Þórðardóttur hjúkrunarnema, sem látist hafði úr berklum, Hlífarsjóð. Skyldi sjóðurinn vera í vörslu SíBS og gegna því hlutverki að styrkja þurfandi berklasjúklinga og aðstandendur þeirra. Í mörg ár hefur Kjartan verið formaður stjórnar sjóðsins sem á starfstíma sínum hefur styrkt ófáa berklasjúklinga. Það sýndi hug Kjartans til stuðnings og aðstoðar af þessu tagi að fáum dögum fyrir andlátið ræddi hann við mig um málefni tveggja einstaklinga sem hann taldi að Hlífarsjóður ætti að styrkja.

Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi framlag Kjartans til félagsmála á vettvangi SÍBS. Eitt er þó ótalið: Á 26. þingi SíBS haustið 1988 féllst Kjartan á að taka kosningu sem fulltrúi þingsins í stjórn Reykjalundar, þá 75 ára að aldri, og var hann formaður stjórnar Reykjalundar frá því hausti til dánardags.

Öll þessi félagsstörf lét Kjartan í té í sjálfboðavinnu. Nú má spyrja: Gafst honum færi á að sinna brauðstritinu? Brauðstritið heitir öðru nafni lífsstarf á máli okkar. Lífsstarf sitt vann Kjartan í Tryggingastofnun ríkisins, einu stærsta opinbera almenningsþjónustufyrirtæki þessa lands. Segja má að hér eigi við orðtakið: Skylt er skeggið hökunni. Kjartan hóf störf í Tryggingastofnuninni í ársbyrjun 1954 og vann þar langan dag fram að starfsaldursmörkum, og raunar eftir það í hlutastarfi sem félagsmálafulltrúi á skrifstofu tryggingayfirlæknis allt fram á þetta ár. Lífsstarf hans var þannig síður en svo óáþekkt félagsstarfi hans á vegum SíBS. Aðdáunarvert var hversu vel honum tókst að koma í veg fyrir að lífsstarfið og félagsstarfið rugluðust saman í eina sæng, sem vitaskuld hefði ekki að öllu leyti verið tilhlýðilegt. Á hinn bóginn duldist engum að í persónu hans sameinuðust félagsgarpurinn og hinn trúverðugi opinberi starfsmaður, aðskildir í tíma og rúmi, en þó naut hvor um sig góðs af þekkingu og reynslu hins. Að miklum verðleikum sæmdi forseti Íslands Kjartan riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1988 fyrir störf hans að félagsmálum og í opinberri þjónustu.

Kjartan var léttur í viðmóti, bóngóður og fjaslaus með afbrigðum. Hann afgreiddi mál án vafninga og gætti þess að verða ekki kerfisþræll, hikaði ekki við að túlka reglur skjólstæðingum í vil ef því var að skipta og hann vissi að þörfin var meiri en kaldur bókstafurinn leyfði í þröngri túlkun.

Enn má spyrja hvaðan Kjartan hafði andlegu og líkamlegu orkuna til að sinna jöfnum höndum viða miklum opinberum störfum og umfangsmiklum félagslegum trúnaðarstörfum. Ástæður eru án efa fleiri en ein. Hvað sem öðru líður má fullyrða að ekki hefði þetta getað gengið upp áratugum saman hjá Kjartani fremur en öðrum án dyggilegs stuðnings eiginkonu hans. Þau Kjartan og Jóna Jónasdóttir gengu í hjónaband árið 1951 og stóðu saman í fjörutíu ár að hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Án Jónu sér við hlið hefði framlegð Kjartans ekki orðið slík sem hún varð. Skerfur hennar þar er stór.

Um leið og ég flyt hér þakkir meðlima SíBS fyrr og síðar fyrir áratuga óbrotgjörn störf Kjartans til heilla fyrir öryrkja og fatlaða í þessu landi, flyt ég Jónu og venslamönnum þeirra Kjartans innilegustu samúðarkveðjur.

Haukur Þórðarson

--------------------

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78419/
pg 49 - 3. desember 1991 | Minningargreinar | 480 orð

Nafni minn er dáinn. Ég á enn erfitt með að trúa þessu. Ég var nefnilega farinn

Nafni minn er dáinn. Ég á enn erfitt með að trúa þessu. Ég var nefnilega farinn að trúa því að nafni væri ódrepandi, því oft í gegnum tíðina hefur hann orðið alvarlega veikur er sprottið jafnharðan eins og stálfjöður upp frá veikindum. Því var það að í síðustu viku þegar faðir minn tilkynnti mér að nú ætti nafni mjög stutt eftir þá neitaði ég að trúa því. En þar sem faðir minn er læknir og ekkert sérlega svartsýnn í þessum málum þá neyddist ég til að leggja trúnað á orð hans og ég grátbað Guð um að kalla ekki nafna heim. Daginn eftir heimsótti ég nafna minn og þegar ég sá hversu kvalinn hann var þá hvarf eigingirnin fyrir skynseminni enda fann ég til viss léttis þegar mér var tilkynnt að þjáningar hans væru á enda og viss þakklætis til Guðs fyrir að láta hann ekki þjást lengi.

Ég umgekkst nafna mikið í æsku og mínar sterkustu æskuminningar tengjast honum og því sem við brölluðum eins og t.d. sunnudagsbíltúrarnir okkar þegar við fórum til hans Marinó í Kópavoginum og nafni fékk sér alltaf hálfan bjór hjá honum sem fyrir tuttugu árum var nú ekki á allra borðum svo ég hélt alltaf að Marinó væri mjög voldugur maður. Þessa sunnudagsbíltúra okkar enduðum við nafni alltaf hjá besta vini nafna, Friðfinni heitnum Ólafssyni, bíóstjóra í Háskólabíói. Á meðan nafni og Friðfinnur sátu inni á skrifstofu hjá Friðfinni og spjölluðu um landsins gagn og nauðsynjar eða spiluðu rommý og mátti þá ekki milli sjá hvor svindlaði meira á hinum, þá var mér komið fyrir inni í bíósalnum. Þessar bíóferðir voru oft heilmikil ævintýri fyrir mig því það kom jú oft fyrir að það var verið að sýna bannaða mynd og því þurfti nafni að smygla mér inn í salinn í myrkri og hafa sama háttinn á þegar hann náði í mig. Það er mér minnisstætt hversu fallegur vinskapur ríkti milli nafna og Friðfinns og eflaust verða fagnaðarfundir með þeim núna.

Ég gæti viðhaft hér mörg orð um mannkosti Kjartans Guðnasonar en þess er ekki þörf, þeir sem kynntust honum vita allt um þá. Ég læt mér nægja að segja að þó að nafni hefði ekki gjört nema helming af því sem hann afrekaði á sinni ævi þá væri honum samt vistin tryggð í himnaríki.

Foringinn minn hefur verið kallaður heim en ég veit að nafni minn mun samt halda áfram að vaka yfir mér eins og hann hefur gert alveg síðan Jóna hélt mér undir skírn og ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera skírður í höfuðið á honum. Elsku Jóna, mikill er missirinn en til hughreystingar höfum þá orð Cyprianusar í huga: "Hinir látnu eru ekki horfnir að fullu. Þeir eru aðeins komnir á undan."

Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Kjartani Guðnasyni. Ég bið góðan Guð að blessa minningu míns góða frænda.

Kjartan Guðjónsson

--------------------

MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1991
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1755318
pg 49

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78527/

pg 49 - 4. desember 1991 | Minningargreinar | 1369 orð

Kveðjuorð:
Kjartan Guðnason

Andlátsfregn fornvinar míns og félaga, Kjartans Guðnasonar, kom eigi á óvart þeim, sem fylgst höfðu með líðan hans. Hitt vakti undrun hve lengi hann varðist skæðum sjúkdómi af karlmennsku og hugarþreki þótt stormur stæði í fang og mæddi í hverju spori.

Traust skapgerð Kjartans, hugarrósemi og jafnlyndi einkenndi framkomu hans. Mildur svipur hans lýsti góðvild og hjartahlýju. Honum lá ekki hátt rómur, enda var hann ekki maður hávaða og stóryrða. En vel skildust orð hans öll og stefndu flest að betra mannlífi og bættum hag.

Hugur Kjartans stóð snemma til félagsmála. Í byrjun fjórða áratugarins starfaði hann ötullega í samtökum ungra jafnaðarmanna. Í þeim félagsskap kynntist ég Kjartani náið en hafði raunar löngu fyrr heyrt foreldra hans getið og ætíð að góðu. Það var eins og jafnan fylgdi glettni og gamansemi er talið á æskuheimili mínu barst að fundum, sem systur mínar þrjár, sem eldri voru höfðu setið. Þær sögðu okkur tíðindi, sem þar höfðu gerst og ræddu efni sem flutt var til skemmtunar. Þá brást ekki að farið væri með vísur, sem Guðni Eyjólfsson hafði kastað fram, eins og við manninn væri mælt á stundinni, eða að vitnað væri í gamanbrag, sem hann hafði kveðið af sérstöku tilefni, eða að beiðni skemmtinefndar. Enda var mála sannast að gjörvöll Reykjavík kunni suma söngva Guðna er oft heyrðust sungnir við raust og bárust inn til dala og út til ystu nesja. Er fast var sótt að Guðna að birta ljóð sín og gamanmál á prenti lét hann til leiðast að leyfa birtingu, en kaus að kalla sig "Gylfa". Þannig urðu ljóðin landfleyg og þykja myndskreytt bréfspjöld með þessum gamanljóðum gersemar í eigu safnara.

Félagar Guðna í Góðtemplarareglunni nutu gamansemi hans, glaðværðar og hagmælsku eigi aðeins á samkomum sínum og fundum, heldur einnig í vinahópi og kunningja. Hann kvað um félagsbræður og systur. Þannig lifa enn í minni margar haglega kveðnar ferskeytlur er hann kvað m.a. um systur mínar og flutti þeim á "Íþökufundum". Með þeim hætti bárust blævindar glettni og gamansemi á æskuheimili okkar systkinanna á Bráðræðisholti.

Ljóðin og stökurnar yljuðu öllum viðstöddum og vöktu gleði í huga og bros á vör. Þá voru nefnd nöfnin Guðni og Sigrún. Og það fylgdi frásögninni að Guðni væri þrekmenni hið mesta og hefði þann erfiða starfa að stjórna verki við kyndingu Gasstöðvarinnar við Rauðarárstíg og glæða þar elda og halda þeim logandi. Það þurfti þrek og þrautseigju til þess að standa við opið eldstæðið "þar rauður loginn brann". Sigrún var síkát með barnahópinn sinn og miðlaði öðrum af bjartsýni sinni og hjartahlýju.

Sjálfur átti ég eftir að kynnast þeim hjónum og börnum þeirra. Þótt talsverður aldursmunur væri á okkur Kjartani, nærfellt sex ár, tókst með okkur náin vinátta og daglegur samgangur. Frá unglingsárum mínum minnist ég þess að naumast leið sá dagur að ekki lægju gagnvegir til góðvinafundar. Á æskuheimili Kjartans var hátt til lofts og vítt til veggja, hvað sem leið fermetra eða rúmmetrafjölda. Þar var jafnan gestkvæmt og mannmargt, en aldrei heyrðist talað um kynslóðabil. Aldur skipti þar engu máli. Hvort sem það var hvítvoðungur sem hjalaði við svæfil eða öldruð heiðurs og baráttukona, Herdís Símonardóttir, fóstra Sigrúnar, sem hnyklaði brýrnar brýndi raustina og steig feti framar til áhersluauka vegna verkakvenna á stakkstæðunum eða glaðværir Árnesingar, sem sungu margraddað grannkonur að spyrja hvort heitt væri á könnunni eða félagar barnanna litu inn fyrir og eftir Árnesingamót, þá undu allir hag sínum og það var bjart yfir öllum samfundum.

Að loknu námi í gagnfræðaskóla og Samvinnuskólanum réðst Kjartan til starfa. Prúðmennska og ástundun í starfi einkenndu verk hans hvar sem hann vann.

Það þyrfti langt mál til þess að greina frá kjörum alþýðu í Reykjavík fyrr á árum. Svo mjög sem margt hefir breyst. Ein var sú stétt, er setti svip á bæjarlífið, þótt ekki væru liðsmenn hennar hávaxnir. Sendisveinar, sem þá fóru erinda, að flytja vörur og sinna ýmsum störfum í þágu kaupmanna og stofnana. Þeir voru víðast illa launaðir og bjuggu við bág kjör og nær engin réttindi. Ungir framtakssamir piltar úr röðum þeirra ræddu mál sín og kom saman um að leita til sér eldri manna og fá stuðning þeirra til umsjónar og aðstoðar við stofnun félags er ynni að bættum hag og auknum réttindum. Var leitað til Kjartans, auk tveggja annarra, Péturs Halldórssonar, sem enn lifir og Guðjóns B. Baldvinssonar, sem nýlega er látinn. Þeir brugðust vel við málaleitan okkar og studdu unga ákafamenn vel í starfi. Einhvernveginn varð Kjartan þó fremstur meðal jafningja vegna meiri samskipta við okkur, unga félagsmenn og góðviljaðan skilning og þátttöku í daglegu starfi, fundum og ferðalögum. Öllum áttum við þessum umsjónarmönnum gott að gjalda.

Í félagsstarfi okkar, ungra manna, áttum við oft athvarf í Iðnó. Verkalýðsfélögin og samtök alþýðunnar höfðu eignast þar bækistöð. Þar voru fundir margra félaganna og jafnframt leiksýningar og dansleikir. Um og eftir miðjan fjórða áratuginn höfðum við Kjartan þau störf með höndum að selja aðgöngumiða að dansleikjum er þar voru haldnir og gæta þar reglu meðan dansinn dunaði. Þá stóðu dansleikir frá klukkan 9 að kvöldi til klukkan 4 að nóttu. Ágóða af þessum dansleikjum var varið til þess að styrkja útgáfu Alþýðublaðsins og efla ýmiskonar útbreiðslustarf á vegum jafnaðarmanna. Í þessu starfi okkar Kjartans tengdumst við traustum böndum og er margs að minnast frá þessum árum. Á þeirri tíð var ekki annað séð en Kjartan væri heill og hraustur, enda naut hann útivistar og ferðaðist um fjöll og firnindi, traustur og öruggur, aðgætinn og áhugasamur ferðafélagi.

Kjartan var vel ritfær og greip stundum pennann til þess að rita um sitthvað er í huga bjó. Mér er í minni ferðasaga er hann skráði í Sunnudagsblað Alþýðublaðsins. Þar greindi hann frá ferð er við, félagarnir tveir, fórum um Suðurland. Við fórum hjólandi úr Reykjavík "alla leið austur á Síðu", eins og komist er að orði í frásögn blaðsins. Af frásögn Kjartans má ráða margt um hug hans og heilsu, þrek og þrótt og viðhorf hans til lífshátta og ferðamáta. Hann rómar náttúrufegurð og fögur bæjarstæði undir Eyjafjöllum, lýsir torfærum leiðum í göngu á Eyjafjallajökul, vegsamar útsýni af hábungu jökulsins og hvetur lesendur til þess að anda að sér hreinu lofti sveitanna og ferðast fótgangandi, á hjólum eða hestum. Af skrifum hans á þessum árum má sjá hve vel hann naut þess að klífa fjöll og sækja á brattann. Við félagarnir óðum saman margan straum, klifum Kjöl, litum Eiríksjökul ljóma í miðnætursól, hituðum kaffi á Hveravöllum lögðum leið okkar yfir Langjökul, tjölduðum á Arnarvatnsheiði, stikuðum Stórasand, námum staðar við Norðlingafljót, komum í Kalmanstungu, gengum að Gilsbakka og sátum fagnað í Síðumúla.

Þegar horft til fjallahringsins sem blasir við úr Reykjavík þykist ég sjá að við fornir félagar höfum klifið mörg þeirra fjalla er blasa við sjónum.

Árið 1937 sigldum við Kjartan, eins og sagt var þá, til þess að afla okkur menntunar. Dvöldumst við vetrarlangt í sænskum lýðháskóla, T¨arna. Nutum góðrar fyrirgreiðslu Guðlaugs Rósinkranz. Í Svíþjóð undum við hag okkar vel í námi, leik og störfum. Er vetri lauk tókum við félagar að okkur ýmis störf á vegum skólans. Sáðum í akra skólabúsins, gegndum fjósverkum, gerðum hreinar íbúðir húsmæðraskólans, fórum í kaupstaðarferðir, grófum skurði og gengum til ýmissa verka. Um sumarið gistum við ýmsa skóla og fræðslustofnanir sænskra alþýðusamtaka og samvinnufélaga. Hvarvetna var Kjartan hinn besti félagi, er lagði jafnan gott til mála og þótti öllum góð nærvera hans og viðmót hlýtt og kurteislegt.

Er heim kom réðst Kjartan fljótlega til starfa hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þar vann hann um áratuga skeið að margvíslegum málum. Þá kom sér vel ljúflyndi hans og þolinmæði að hlýða á frásagnir þeirra er aðstoðar þurftu að leita. Kjartan vildi hvers manns vanda leysa og mun margur minnast starfa hans að mannúðar og velferðarmálum. Félagar hans í samtökum berklasjúklinga, SÍBS, minnast hans með verðugum hætti. Þeim samtökum vann hann af alúð og árvekni. Það var þungt högg og mikill hnekkir er Kjartan varð fyrir heilsutjóni, en hann snerist til varnar vongóður og æðrulaus. Það varð gæfa hans að fá að lifa lífinu með elskulegri eiginkonu sinni og traustum lífsförunaut, Jónu Jónasdóttur.

Eiginkonu Kjartans, fjölskyldu, félögum og vinum sendi ég og fjölskylda mín vináttu- og samúðarkveðjur. Við þökkum liðna tíð, einkum minnist fjölskylda mín áranna í Meðalholti.

Pétur Pétursson þulur.
FATHER
Guðni Eyjólfson 1883–1974
Birth 2 FEB 1883 • Iceland
Death 27 APR 1974 • Iceland

MOTHER
Sigrún Sigurðardóttir 1895–1953
Birth 1 NOV 1895 • Iceland
Death 28 FEB 1953 • Iceland

SIBLINGS
Njáll Guðnason 1907-2002 (mother: Sesselja Helgadóttir)
Herdís Jóna Guðnadóttir 1914–2005
Gunnar Baldur Guðnason 1917–2006
Hrefna Guðríður Guðnadóttir 1919–2012
Sigríður Guðnadóttir 1921–2012
- no Gardur.is record or Morgunblaðið obituary; According to her mother's obituary, Sigríður was married and living in France at the time of her mother's death in Feb 1953.
Guðjón Guðnason 1923–1998
Jóhann Guðnason 1925–2000
Agnar Guðnason

===========================================

Morgunblaðið - 03 Dec 1991 - pages 48 & 49
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1755318
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78414/
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78424/
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78423/
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78421/
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78418/
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78419/

Morgunblaðið - 04 Dec 1991 - page 49
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1755318
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78527/

https://www.gardur.is/einstakl.php?action=leita&nafn_id=150005
Nafn: Kjartan Guðnason
Heimili: Sjafnargötu 7
Staður: Reykjavík
Kirkjugarður: Hólavallagarður við Suðurgötu
Reitur: V-513
Staða: Fulltrúi
Fæðingardagur: 21-01-1913
Dánardagur: 22-11-1991
Jarðsetningardagur: 03-12-1991
Aldur: 78 ára

===========================================

newspaper obituary

MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1991
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1755318
pages 48-49

Morgunblaðið
pages 48-49. 3. desember 1991 | Minningargreinar

Kjartan Guðnason ­ Minning

Fæddur 21. janúar 1913
Dáinn 22. nóvember 1991

--------------------

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78414/
pg 48 - 3. desember 1991 | Minningargreinar | 660 orð

Kjartan Guðnason ­ Minning Fæddur 21. janúar 1913 Dáinn 22. nóvember 1991

Við andlát Kjartans Guðnasonar, 22. nóvember sl., sækja minningarnar að okkur systkinunum. Kjartan, eða Daddi Guðna, eins og við nefndum hann, var hinni hlýi og káti fjölskylduvinur, sem kom á bernskuheimili okkar nánast á hverjum sunnudagsmorgni í áratugi, jafnframt því sem við áttum ótal samverustundir með honum utan heimilisins. Kjartan var eins konar kjörfrændi okkar og hann lét sér annt um fjölskylduna eins og við værum nánir ættingjar.

Kjartan var fæddur í Reykjavík 21. janúar 1913 og var hann elstur af átta börnum hjónanna Guðna Eyjólfssonar, sem lengst af var kenndur við Gasstöðina í Reykjavík og Sigrúnar Sigurðardóttur. Kjartan ólst upp í Reykjavík og stundaði þar ýmis störf framan af ævi. Meðal annars starfaði hann um tíma hjá Lífeyrissjóði Íslands og var í Bretavinnu og í stríðslokin starfaði hjá þeim stjórnvöldum sem komið var á fót til þess að hafa stranga stjórn á gjaldeyriseyðslu og fjárfestingu landsmanna. Þar lágu saman leiðir Kjartans og föður okkar, Friðfinns Ólafssonar. Bundust þeir vináttuböndum sem ekki brustu meðan báðir lifðu. Í störfum þeirra á þessum fyrsta samstarfsvettvangi sameinaði þá létt lund beggja og veitti ekki af, því eins og Jón heitinn Pálmason alþingismaður sagði í þingræðu við afnám laganna um Fjárhagsráð árið 1953, "ætti að þakka mörgum þessum mönnum fyrir að hafa ekki framkvæmt þessi þrautvitlausu lög á miklu verri hátt en þeir hafa gert".

Árið 1948 veiktist Kjartan alvarlega af berklaveiki. Var hann frá störfum í heilt ár af þeim sökum og dvaldist á berklahælinu á Vífilsstöðum. Hann náði heilsunni á ný og helgaði upp frá drjúgan hluta af lífskrafti sínum baráttunni gegn afleiðingum berklaveikinnar. Árið 1951 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Jónu Jónasdóttur og stóð heimili þeirra alla tíð á Sjafnargötu 7 hér í borg. Þau Kjartan og Jón eignuðust ekki börn, en áður hafði Kjartan eignast soninn Snorra Hlíðberg Kjartansson, fæddan 1947.

Árið 1951 hóf Kjartan störf hjá Tryggingastofnun ríkisins og starfaði hann þar meðan kraftar leyfðu, en eftir að hann náði aldurshámarki opinberra starfsmanna hélt hann áfram störfum hjá stofnuninni í hlutastarfi. Þegar hann nýlega lét endanlega af störfum átti hann þar 40 ára starfsferil að baki.

Kjartani lét vel að starfa hjá Tryggingastofnun sökum ljúfmennsku hans og ríkrar samkenndar með þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Jafnframt störfum sínum tók hann mikinn þátt í félagsmálum þeirra sem þjáðst höfðu af berklaveiki og náði þar verulegum árangri. Hann sneri þar persónulegu áfalli í sigur samfélagsins.

Eins og að framan greinir var mikil vinátta og samgangur milli föður okkar og Kjartans. Á veturna hittust þeir reglulega eins og áður er sagt og tefldu þá skák eða tóku í spil um leið og þeir ræddu málefni líðandi stundar. Á sumrin stunduðu þeir saman veiðiskap þar á meðal um fjölda ára í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp ásamt nokkrum kátum félögum, sem höfðu ána á leigu og höfðu byggt þar veiðihús. Kjartan var slyngur veiðimaður og hann var líka hrókur alls fagnaðar, þegar menn gáfu laxinum frið. Við systkinin fengum stundum að fara með í veiðiferðirnar vestur og munu þeir dýrðardagar seint líða okkur úr minni.

Kjartan átti við bága líkamlega heilsu að stríða upp á síðkastið, en hann hélt áfram að vinna hugðarefnum sínum til heilla. Hann var jafnan boðinn og búinn til þess að leggja góðu málefni lið eða aðstoða bágstaddan samferðamann þar sem hann mátti.

Eftir að faðir okkar lést árið 1982 héldum við systkinin áfram sambandi við Kjartan og Jónu og á hverju sumri var farið til laxveiða í nágrenni borgarinnar. Enn bjó sami krafturinn og lífsgleðin í Kjartani og hann gaf engum eftir í árangri veiðiskaparins. Þannig minnumst við hans sem hins lífsglaða og velviljaða drengskaparmanns, sem lagði sitt lóð á vogarskálarnar til þess að stuðla að aukinni velferð í íslensku samfélagi.

Um leið og fjölskylda mín vottar Jónu og öðrum aðstandendum Kjartans innilega hluttekningu biðjum við Guð að blessa minningu hans.

Björn Friðfinnsson

--------------------

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78424/
pg 48 - 3. desember 1991 | Minningargreinar | 358 orð

Kveðjuorð frá samstarfsfólki Þegar okkur barst andlátsfregn Kjartans Guðnasonar

Kveðjuorð frá samstarfsfólki Þegar okkur barst andlátsfregn Kjartans Guðnasonar brá okkur. Við höfum þó lengi vitað, að Kjartan barðist hetjulegri baráttu við erfiða sjúkdóma. Engu að síður kom það okkur í opna skjöldu að þessi glaðværi góði vinur væri horfinn.

Kjartan Guðnason var einn af þeim mönnum sem aldrei gleymist þeim er honum kynntust. Hann var sterk persóna, sem gustaði af þó hljótt færi. Velvilji og nærgætni við alla sem hann hafði samskipti við voru hans aðalsmerki. Í gegnum langt samstarf á Tryggingastofnun ríkisins er okkur ljóst, að Kjartan var einn af þeim brautryðjendum almannatrygginga á Íslandi sem markaði hvað dýpst spor í þennan mikilvæga málaflokk. Kjartan var um árabil deildarstjóri lífeyrisdeildar Tryggingastofnunar ríkisins. Það starf, sem og önnur störf er hann sinnti, fórust honum fádæma vel úr hendi. Margir eru þeir, sem hann greiddi fyrir og munu margir nú á kveðjustund minnast hans með hlýju.

Fyrir sakir góðra gáfna og forystuhæfileika valdist Kjartan snemma til ýmiskonar starfa í félagsmálum. Hann var um árabil formaður SÍBS og sinnti því starfi sem öðrum af kostgæfni. Þá var Kjartan formaður stjórnar Reykjalundar um skeið og var svo er hann féll frá nú hinn 22. nóv. sl.

Síðustu ár ævi sinnar starfaði Kjartan sem félagsmálafulltrúi á læknadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Mörg voru þau mál, sem hann sinnti í því erfiða starfi, en flest leysti hann farsællega öll svo sem kostur var á. Hann sýndi manndóm sinn í þessu starfi og þá helst með þeim hætti hversu vel hann tók öllum sem að garði bar. Hann vildi ávallt rétta hlut þeirra sem stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni hvort heldur var af sjúkdómsástæðum eða vegna erfiðrar félagslegrar stöðu.

Í umgengni var Kjartan alltaf hinn ljúfi, glaði maður, sem engan styggði, en laðaði ætíð það besta fram í hverjum manni sem á vegi hans varð.

Nú hafa leiðir skilið um sinn. Sár harmur er kveðinn að eftirlifandi eiginkonu Kjartans, frú Jónu Jónasdóttur, og öðrum nánum ættingjum. Við starfsfólk Tryggingastofnunar ríkisins vottum konu hans og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð.

Við biðjum Hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að varðveita vin okkar Kjartan Guðnason. Guð blessi góðan dreng.

Björn Önundarson

--------------------

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78423/
pg 48 - 3. desember 1991 | Minningargreinar | 579 orð

"Þar sem góðir menn fara þar eru Guðs vegir." Gæðadrengurinn Kjartan Guðnason

"Þar sem góðir menn fara þar eru Guðs vegir." Gæðadrengurinn Kjartan Guðnason er allur. Hann kvaddi þennan heim 22. nóvember sl. á Reykjalundi. Kjartan var fæddur 21. janúar 1913. Það var gott að eignast gleðigjafa á þeim myrkvu tímum. Hann var elstur af átta börnum Guðna Eyjólfssonar verkstjóra í Gasstöðinni (af Víkingslækjarætt) og Sigrúnar Sigurðardóttur af ætt Guðna Jónssonar í Reykjakoti og ætt Eyjólfs Guðmundssonar á Grímslæk í Ölfusi.

Kjartan ólst upp á mannmörgu, glaðværu menningarheimili, þótt ekki væri þar um mikinn veraldarauð. Oft komu í heimsókn menningarvitar þeirra tíma, heimagangar voru félagar úr Karlakór Reykjavíkur, glaðir menn sem spiluðu og sungu. Ekki ósjaldan litu við nú þekktir málarar eins og Gísli Jónsson, Kjarval og síðar Jón Engilberts. Guðni sjálfur var þekktur fyrir gamanbragi sína sem sungnir voru um land allt.

Þegar í bernsku komu fram hjá Kjartani hans mest áberandi lyndiseinkunnir, stilling, góðvild, glaðværð og hjálpsemi. Þar sem hann var elstur systkina sinna var það venja að leita til hans ef vanda bar að höndum. Sú venja hélst fram á síðasta dag. Góð voru æskuár Kjartans þrátt fyrir almenna fátækt og kreppu. Hann gekk í gagnfræðaskóla og Samvinnuskólann. Síðan fór hann til Svíþjóðar á lýðháskóla með vini sínum Pétri Péturssyni. Þeir voru báðir ungir jafnaðarmenn og komu heim aftur fullir af eldmóði.

Kjartan tók lífinu létt á sínum yngri árum og stundaði margskonar vinnu, var í Bretavinnu og vann meira að segja hjá hinu umdeilda Fjárhagsráði. Þar eignaðist hann að ævivini Friðfinn Ólafsson. Sumarið 1948 urðu þáttaskil í lífi Kjartans. Hann var þá fluttur fárveikur með berklasmit upp á Vífilsstaðahæli. Fljótt náði hann nokkrum bata og réði þar mestu stilling og jákvætt lífsviðhorf hans. Síðan hefur hann varið næstum öllum frístundum í þágu SÍBS og ýmissa annarra öryrkjahópa og aðstoðað þá á leið til sjálfsbjargar. Þar sem vel var unnið að velferðarmálum, þar var vettvangur Kjartans Guðnasonar.

Eftir dvölina á Vífilsstöðum kvæntist hann gæðakonunni Jónu Jónasdóttur og hóf sambýli með fjölskyldu hennar á Sjafnargötu 7. Þar steig hann mikið heillaspor. Þau Jóna og Kjartan áttu sameiginlegt hjartansmál, velgengni SÍBS.

Árið 1951 hóf Kjartan störf hjá Tryggingarstofnun ríkisins og varð síðar deildarstjóri. Sú fjölbreytta þekking hans á lands- og félagsmálum kom honum í góðar þarfir við störf hjá T.R. Hann var ástsæll hjá starfsfólki og ekki síður hjá viðskiptavinum, svo stundum gekk fram úr hófi, t.d þegar þeir vildu fá að vita á hvaða spítala hann lægi, þegar hann var eitt sinn á gjörgæsludeild!

Siðustu ævidagana dvaldi hann mest á Reykjalundi og naut þar bestu aðhlynningar sem völ er á. Við fjölskylda hans færum því góða fólki mikla þökk. Kjartan kvartaði aldrei og ætlaðist ekki til neins af neinum. Hann tók okkur alltaf fagnandi, spurði aldrei hverju það sætti að við hefðum ekki komið fyrr. Þessvegna var svo auðvelt að heimsækja hann á hæli og spítala, að maður fór ekki síður sjálfs sín vegna en hans og fór alltaf ríkari og rólegri af hans fundi.

Fögru mannlífi er lokið. Svo velviljaður og mikill friðsemdarmaður var Kjartan að alveg útilokað er að hann hafi átt nokkurn óvildarmann. Við Guðjón og öll okkar börn kveðjum kæran bróðir, mág og frænda með söknuði en umfram allt þakklæti fyrir vináttu og tryggð sem hann ávallt auðsýndi okkur. Góð er þreyttum hvíldin. Göfugt ævistarf er í höfn og heimkoman örugg hjá þeim sem öllu ræður. Jóna mín, þú hefur misst svo mikið og Unnur líka. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur öllum í Sigtúni 21.

Friðný G. Pétursdóttir

--------------------

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78421/
pgs 48-49 - 3. desember 1991 | Minningargreinar | 478 orð

Ég kynntist Kjartani Guðnasyni fyrst árið 1975 er ég fór að venja komur mínar á

Ég kynntist Kjartani Guðnasyni fyrst árið 1975 er ég fór að venja komur mínar á Sjafnargötu 7 til að heimsækja núverandi eiginkonu mína. Á Sjafnargötunni bjuggu þá, Fríða kona mín ásamt foreldrum sínum, Hermanni og Unni, og systir Unnar, Jóna, ásamt manni sínum Kjartani.

Það sama ár lést Hermann af slysförum og má segja að Kjartan hafi komið mér í tengdaföður stað. Valur sonur minn, sem fæddist ári síðar, kallaði Kjartan ávallt afa Kjartan. Á brúðkaupsdegi okkar hjóna, kom það í hlutverk Kjartans að halda föðurlega ræðu í tilefni giftingar "dóttur hússins" eins og hann komst að orði.

Af helstu einkennum Kjartans má nefna; vanafestu, hógværð, gott skap og ríka kímnigáfu. Vanafesta Kjartans var honum rótgróin og mátti stilla klukku eða telja vikudagana eftir athafnaferli hans. Kjartan var einstaklega skapgóður maður og sá ég hann aldrei skipta skapi þau ár sem ég þekkti hann. Kjartan hafði ríka kímnigáfu og var ritfær í betra lagi. Það var því sérstök ánægja í langdvölum okkar erlendis að fá reglulega bréf frá Kjartani með fréttir af heimaslóðum. Þegar þau bréf bárust, var það eins og helgistund á heimilinu meðan þau voru lesin. Bréf þessi höfum við ávallt varðveitt.

Jóna, kona Kjartans, er einnig gædd sömu góðu skapgerðareinkennum og hann, og er erfitt að ímynda sér rifrildi á því heimili. Kjartan og Jóna voru sérstaklega náin hjón sem sjaldan voru í fjarveru hvors annars.

Það var sérstök ánægja að fá þau hjón í reglulegar heimsóknir á heimili okkar erlendis, aðallega í Noregi. Þær heimsóknir skilja eftir margar góðar minningar um góðar stundir og skemmtilegar ferðir sem við fórum með þeim um England, Skotland, Noreg og víðar. Kjartan og Jóna voru einstaklega þægileg í umgengni og við verið búsett á heimaslóðum.

Kjartan var ekki heilsuhraustur maður og hafði hann þrisvar sinnum legið alvarlega sjúkur á gjörgæsludeild, "banalegurnar þrjár" eins og hann kallaði það. Hann henti að því í gamni að sú næsta yrði sú síðasta. Það lá yfirleitt vel á Kjartani og lét hann lítið á því bera að heilsufarið var ekki alltaf upp á það besta. Hann fór helst ekki til læknis nema honum væri ekið þangað í sjúkrabíl. Má segja að hin síðari ár, er líkaminn var farinn að gefa sig, að hann hafi fyrst og fremst lifað á þeim góðu andlegu eiginleikum sem hann hafði til að bera.

Kjartan var elstur af átta systkinum, sem öll eru á lífi. Mikil samheldni ríkti meðal þeirra systkina. Hjálpsemi þeirra við Kjartan og Jónu á síðustu mánuðum vill ég þakka sérstaklega.

Ég vona að þessar fátæklegu línur mínar nái að berast héðan af arabasöndum, á norðlægari breiddargráður, þar sem ég get ekki verið viðstaddur og vottað Kjartani mína hinstu kveðju við útförina.

Jóna mín, þér votta ég mína innilegustu samúð og megi minningin um góðan mann styrkja þig á þessum erfiðleikatímum.

Gunnar Birgisson, Riyadh Saudi Arabíu.

--------------------

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78418/
pg 49 - 3. desember 1991 | Minningargreinar | 1306 orð

Kjartan Guðnason var í framvarðarsveit Sambands íslenskra berkla

Kjartan Guðnason var í framvarðarsveit Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga í meira en fjóra tugi ára. Með honum er genginn einn af merkustu forustumönnum frjálsrar félagsstarfsemi á Íslandi. Berklaveikin var lævís sjúkdómur hér á landi á fyrri hluta þessarar aldar og hafði mörg andlit. Sjö ára strákur úr Reykjavík er sendur í sveit austur fyrir fjall, sem ekki væri hér í frásögur færandi nema fyrir það, að strákur þessi var Kjartan. Árið var 1920. Hann sagði sjálfur svo frá í viðtali sem birtist í bókinni SÍBS í 50 ár: "Það voru berklar á næsta bæ við þann sem ég dvaldi á. Þegar ég kom úr sveitinni um haustið var ég orðinn eitthvað veikur og mér bannað að fara í skólann. Það voru mín fyrstu kynni af þessu. Þá var talað um berklaskoðun en mér batnaði aftur í bili svo að ekki varð úr í það skiptið." Það voru þó þessi veikindi sem mörkuðu síðar lífshlaup Kjartans þótt ekki létu þau ýkja mikið yfir sér þá.

Árið 1945 var merkisár í sögu íslenskra heilbrigðismála fyrir þá sök að það ár voru landsmenn allir berklaskoðaðir. Miðað við aðferðir og skoðunartækni þess tíma var þarna á ferðinni stórmerkilegt átak sem ekki hefur verið leikið eftir síðan. Í þessari allsherjar berklaleit kom í ljós að Kjartan hefði vissulega sýkst af berklum en yfirunnið sýkinguna, samt talin hætta á að hún væri ekki að fullu úr sögunni. Það var því fylgst grannt með honum á Berklavarnarstöðinni Líkn, en ekki frekar aðhafst í bili, þar eð hann var einkennalaus. Svo gerist það, sem ekki var óalgengt á þeim árum, að eftir erfitt ferðalag árið 1948 veiktist Kjartan illilega og reyndist kominn með virka lugnaberkla. Hann lá á Vífilsstöðum í 9 mánuði, sem ekki telst langur tími miðað við það sem þá gerðist. Meðferðin var fólgin í legu og "blásningu". Kjartan náði sér sæmilega á strik en var þó "blásinn" áfram næstu 4 árin.

Strax á næsta ári, 1949, er Kjartan orðinn virkur í félagsskap berklasjúklinga, kominn í stjórn Berklavarnardeildarinnar í Reykjavík, sem nú heitir SÍBS deildin Reykjavík. Hann var á meðal fulltrúa á 7. þingi SÍBS sem haldið var á Reykjalundi árið 1950 og var þar kosinn varamaður í stjórn sambandsins. Í stjórn SÍBS situr hann síðan óslitið til ársins 1988, í 38 ár, varamaður í 6 ár, meðstjórnandi og síðar ritari í 18 ár og að lokum formaður í 14 ár. Á þessum árum stórefldist SíBS jók umsvif sín á Reykjalundi og kom á fót marvíslegri starfsemi og fyrirtækjum.

Ætla mætti að það væri nægt verkefni af félagslefum toga hverjum manni, auk þess að sinna fullu starfi til lífsviðurværis, að taka þátt í stjórnarstörfum SíBS. Svo var þó ekki með Kjartan, heldur gegndi hann jafnframt margvíslegum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sambandið.

Hann sat í stjórn Reykjalundar árin 1950-1956 en á þeim árum risu margar af þeim byggingum sem nú eru á Reykjalundi og grunnurinn var þá lagður að plastiðnaðinum þar, sem í dag er stærstur sinnar gerðar hér á landi. Aftur sat Kjartan í stjórn Reykjalundar árin 1984-1986.

Árið 1958 ákvað SíBS að koma á fót vinnustofu fyrir öryrkja í Reykjavík. Var Kjartan í undirbúningsnefnd vinnustofunnar sem hlaut nafnið Múlalundur. Reglugerð um Múlalund var samþykkt 22. janúar 1959, stjórn var skipuð og var Kjartan formaður hennar. Starfsemi vinnustofunnar hófst síðan 20. maí það ár í Ármúla 34. Múlalundur á þannig nú að baki sér 32 starfsár og hefur á þeim tíma gefið ótölulegum fjölda öryrkja kost á vinnu sem þeim hefði annars ekki boðist. Kjartan var formaður stjórnar Múlalundar næstu árin á meðan framleiðslugreinarnar voru að þróast og starfsemin að mótast.

Árið 1982 fluttist starfsemi Múlalundar úr Ármúla 34 í nýtt húsnæði í Hátúni 10 í Reykjavík. Þar með var húsnæðið í Ármúlanum laust til annarra nota. Samstarf myndaðist milli SíBS, Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands og Samtaka aldraðra um að koma þar upp þjónustumiðstöð aldraðra og öryrkja. Þjónustumiðstöðin opnaði 6. janúar 1983 og hlaut nafnið Múlabær. Kjartan var fyrsti stjórnarformaður hennar og var raunar fulltrúi SíBS í stjórninni allt til dánardægurs.

Árið 1985 tókust samningar milli rekstraraðilja Múlabæjar annars vegar og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hins vegar um að koma upp þjónustumiðstöð fyrir Alzheimersjúklinga. Hún tók til starfa árið 1986 og hlaut nafnið Hlíðarbær. Þar var Kjartan enn að verki og sat hann einnig í stjórn þeirrar þjónustumiðstöðvar til dánardægurs.

Fleira mætti rekja af trúnaðarstörfum Kjartans fyrir SíBS og skulu hér aðeins tvö þeirra nefnd:

Kjartan var árum saman fulltrúi SÍBS í stjórn Norræna berklavarnarsambandsins (DNTC) sem stofnað var á Íslandi árið 1948. Nafni sambandsins var breytt 1971 til samræmis við þróun sem orðið hafði í áranna rás á starfsemi félaga berklasjúklinga á Norðurlöndum, heitir sú Nordiska Hj¨art- och Lunghandikappades Förbund (NHL). Kjartan var allt fram á þetta ár tengiliður SÍBS við NHL.

Árið 1950 stofnaði Katrín Pálsdóttir sjóð til minningar um dóttur sína, Hlíf Þórðardóttur hjúkrunarnema, sem látist hafði úr berklum, Hlífarsjóð. Skyldi sjóðurinn vera í vörslu SíBS og gegna því hlutverki að styrkja þurfandi berklasjúklinga og aðstandendur þeirra. Í mörg ár hefur Kjartan verið formaður stjórnar sjóðsins sem á starfstíma sínum hefur styrkt ófáa berklasjúklinga. Það sýndi hug Kjartans til stuðnings og aðstoðar af þessu tagi að fáum dögum fyrir andlátið ræddi hann við mig um málefni tveggja einstaklinga sem hann taldi að Hlífarsjóður ætti að styrkja.

Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi framlag Kjartans til félagsmála á vettvangi SÍBS. Eitt er þó ótalið: Á 26. þingi SíBS haustið 1988 féllst Kjartan á að taka kosningu sem fulltrúi þingsins í stjórn Reykjalundar, þá 75 ára að aldri, og var hann formaður stjórnar Reykjalundar frá því hausti til dánardags.

Öll þessi félagsstörf lét Kjartan í té í sjálfboðavinnu. Nú má spyrja: Gafst honum færi á að sinna brauðstritinu? Brauðstritið heitir öðru nafni lífsstarf á máli okkar. Lífsstarf sitt vann Kjartan í Tryggingastofnun ríkisins, einu stærsta opinbera almenningsþjónustufyrirtæki þessa lands. Segja má að hér eigi við orðtakið: Skylt er skeggið hökunni. Kjartan hóf störf í Tryggingastofnuninni í ársbyrjun 1954 og vann þar langan dag fram að starfsaldursmörkum, og raunar eftir það í hlutastarfi sem félagsmálafulltrúi á skrifstofu tryggingayfirlæknis allt fram á þetta ár. Lífsstarf hans var þannig síður en svo óáþekkt félagsstarfi hans á vegum SíBS. Aðdáunarvert var hversu vel honum tókst að koma í veg fyrir að lífsstarfið og félagsstarfið rugluðust saman í eina sæng, sem vitaskuld hefði ekki að öllu leyti verið tilhlýðilegt. Á hinn bóginn duldist engum að í persónu hans sameinuðust félagsgarpurinn og hinn trúverðugi opinberi starfsmaður, aðskildir í tíma og rúmi, en þó naut hvor um sig góðs af þekkingu og reynslu hins. Að miklum verðleikum sæmdi forseti Íslands Kjartan riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1988 fyrir störf hans að félagsmálum og í opinberri þjónustu.

Kjartan var léttur í viðmóti, bóngóður og fjaslaus með afbrigðum. Hann afgreiddi mál án vafninga og gætti þess að verða ekki kerfisþræll, hikaði ekki við að túlka reglur skjólstæðingum í vil ef því var að skipta og hann vissi að þörfin var meiri en kaldur bókstafurinn leyfði í þröngri túlkun.

Enn má spyrja hvaðan Kjartan hafði andlegu og líkamlegu orkuna til að sinna jöfnum höndum viða miklum opinberum störfum og umfangsmiklum félagslegum trúnaðarstörfum. Ástæður eru án efa fleiri en ein. Hvað sem öðru líður má fullyrða að ekki hefði þetta getað gengið upp áratugum saman hjá Kjartani fremur en öðrum án dyggilegs stuðnings eiginkonu hans. Þau Kjartan og Jóna Jónasdóttir gengu í hjónaband árið 1951 og stóðu saman í fjörutíu ár að hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Án Jónu sér við hlið hefði framlegð Kjartans ekki orðið slík sem hún varð. Skerfur hennar þar er stór.

Um leið og ég flyt hér þakkir meðlima SíBS fyrr og síðar fyrir áratuga óbrotgjörn störf Kjartans til heilla fyrir öryrkja og fatlaða í þessu landi, flyt ég Jónu og venslamönnum þeirra Kjartans innilegustu samúðarkveðjur.

Haukur Þórðarson

--------------------

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78419/
pg 49 - 3. desember 1991 | Minningargreinar | 480 orð

Nafni minn er dáinn. Ég á enn erfitt með að trúa þessu. Ég var nefnilega farinn

Nafni minn er dáinn. Ég á enn erfitt með að trúa þessu. Ég var nefnilega farinn að trúa því að nafni væri ódrepandi, því oft í gegnum tíðina hefur hann orðið alvarlega veikur er sprottið jafnharðan eins og stálfjöður upp frá veikindum. Því var það að í síðustu viku þegar faðir minn tilkynnti mér að nú ætti nafni mjög stutt eftir þá neitaði ég að trúa því. En þar sem faðir minn er læknir og ekkert sérlega svartsýnn í þessum málum þá neyddist ég til að leggja trúnað á orð hans og ég grátbað Guð um að kalla ekki nafna heim. Daginn eftir heimsótti ég nafna minn og þegar ég sá hversu kvalinn hann var þá hvarf eigingirnin fyrir skynseminni enda fann ég til viss léttis þegar mér var tilkynnt að þjáningar hans væru á enda og viss þakklætis til Guðs fyrir að láta hann ekki þjást lengi.

Ég umgekkst nafna mikið í æsku og mínar sterkustu æskuminningar tengjast honum og því sem við brölluðum eins og t.d. sunnudagsbíltúrarnir okkar þegar við fórum til hans Marinó í Kópavoginum og nafni fékk sér alltaf hálfan bjór hjá honum sem fyrir tuttugu árum var nú ekki á allra borðum svo ég hélt alltaf að Marinó væri mjög voldugur maður. Þessa sunnudagsbíltúra okkar enduðum við nafni alltaf hjá besta vini nafna, Friðfinni heitnum Ólafssyni, bíóstjóra í Háskólabíói. Á meðan nafni og Friðfinnur sátu inni á skrifstofu hjá Friðfinni og spjölluðu um landsins gagn og nauðsynjar eða spiluðu rommý og mátti þá ekki milli sjá hvor svindlaði meira á hinum, þá var mér komið fyrir inni í bíósalnum. Þessar bíóferðir voru oft heilmikil ævintýri fyrir mig því það kom jú oft fyrir að það var verið að sýna bannaða mynd og því þurfti nafni að smygla mér inn í salinn í myrkri og hafa sama háttinn á þegar hann náði í mig. Það er mér minnisstætt hversu fallegur vinskapur ríkti milli nafna og Friðfinns og eflaust verða fagnaðarfundir með þeim núna.

Ég gæti viðhaft hér mörg orð um mannkosti Kjartans Guðnasonar en þess er ekki þörf, þeir sem kynntust honum vita allt um þá. Ég læt mér nægja að segja að þó að nafni hefði ekki gjört nema helming af því sem hann afrekaði á sinni ævi þá væri honum samt vistin tryggð í himnaríki.

Foringinn minn hefur verið kallaður heim en ég veit að nafni minn mun samt halda áfram að vaka yfir mér eins og hann hefur gert alveg síðan Jóna hélt mér undir skírn og ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera skírður í höfuðið á honum. Elsku Jóna, mikill er missirinn en til hughreystingar höfum þá orð Cyprianusar í huga: "Hinir látnu eru ekki horfnir að fullu. Þeir eru aðeins komnir á undan."

Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Kjartani Guðnasyni. Ég bið góðan Guð að blessa minningu míns góða frænda.

Kjartan Guðjónsson

--------------------

MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1991
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1755318
pg 49

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/78527/

pg 49 - 4. desember 1991 | Minningargreinar | 1369 orð

Kveðjuorð:
Kjartan Guðnason

Andlátsfregn fornvinar míns og félaga, Kjartans Guðnasonar, kom eigi á óvart þeim, sem fylgst höfðu með líðan hans. Hitt vakti undrun hve lengi hann varðist skæðum sjúkdómi af karlmennsku og hugarþreki þótt stormur stæði í fang og mæddi í hverju spori.

Traust skapgerð Kjartans, hugarrósemi og jafnlyndi einkenndi framkomu hans. Mildur svipur hans lýsti góðvild og hjartahlýju. Honum lá ekki hátt rómur, enda var hann ekki maður hávaða og stóryrða. En vel skildust orð hans öll og stefndu flest að betra mannlífi og bættum hag.

Hugur Kjartans stóð snemma til félagsmála. Í byrjun fjórða áratugarins starfaði hann ötullega í samtökum ungra jafnaðarmanna. Í þeim félagsskap kynntist ég Kjartani náið en hafði raunar löngu fyrr heyrt foreldra hans getið og ætíð að góðu. Það var eins og jafnan fylgdi glettni og gamansemi er talið á æskuheimili mínu barst að fundum, sem systur mínar þrjár, sem eldri voru höfðu setið. Þær sögðu okkur tíðindi, sem þar höfðu gerst og ræddu efni sem flutt var til skemmtunar. Þá brást ekki að farið væri með vísur, sem Guðni Eyjólfsson hafði kastað fram, eins og við manninn væri mælt á stundinni, eða að vitnað væri í gamanbrag, sem hann hafði kveðið af sérstöku tilefni, eða að beiðni skemmtinefndar. Enda var mála sannast að gjörvöll Reykjavík kunni suma söngva Guðna er oft heyrðust sungnir við raust og bárust inn til dala og út til ystu nesja. Er fast var sótt að Guðna að birta ljóð sín og gamanmál á prenti lét hann til leiðast að leyfa birtingu, en kaus að kalla sig "Gylfa". Þannig urðu ljóðin landfleyg og þykja myndskreytt bréfspjöld með þessum gamanljóðum gersemar í eigu safnara.

Félagar Guðna í Góðtemplarareglunni nutu gamansemi hans, glaðværðar og hagmælsku eigi aðeins á samkomum sínum og fundum, heldur einnig í vinahópi og kunningja. Hann kvað um félagsbræður og systur. Þannig lifa enn í minni margar haglega kveðnar ferskeytlur er hann kvað m.a. um systur mínar og flutti þeim á "Íþökufundum". Með þeim hætti bárust blævindar glettni og gamansemi á æskuheimili okkar systkinanna á Bráðræðisholti.

Ljóðin og stökurnar yljuðu öllum viðstöddum og vöktu gleði í huga og bros á vör. Þá voru nefnd nöfnin Guðni og Sigrún. Og það fylgdi frásögninni að Guðni væri þrekmenni hið mesta og hefði þann erfiða starfa að stjórna verki við kyndingu Gasstöðvarinnar við Rauðarárstíg og glæða þar elda og halda þeim logandi. Það þurfti þrek og þrautseigju til þess að standa við opið eldstæðið "þar rauður loginn brann". Sigrún var síkát með barnahópinn sinn og miðlaði öðrum af bjartsýni sinni og hjartahlýju.

Sjálfur átti ég eftir að kynnast þeim hjónum og börnum þeirra. Þótt talsverður aldursmunur væri á okkur Kjartani, nærfellt sex ár, tókst með okkur náin vinátta og daglegur samgangur. Frá unglingsárum mínum minnist ég þess að naumast leið sá dagur að ekki lægju gagnvegir til góðvinafundar. Á æskuheimili Kjartans var hátt til lofts og vítt til veggja, hvað sem leið fermetra eða rúmmetrafjölda. Þar var jafnan gestkvæmt og mannmargt, en aldrei heyrðist talað um kynslóðabil. Aldur skipti þar engu máli. Hvort sem það var hvítvoðungur sem hjalaði við svæfil eða öldruð heiðurs og baráttukona, Herdís Símonardóttir, fóstra Sigrúnar, sem hnyklaði brýrnar brýndi raustina og steig feti framar til áhersluauka vegna verkakvenna á stakkstæðunum eða glaðværir Árnesingar, sem sungu margraddað grannkonur að spyrja hvort heitt væri á könnunni eða félagar barnanna litu inn fyrir og eftir Árnesingamót, þá undu allir hag sínum og það var bjart yfir öllum samfundum.

Að loknu námi í gagnfræðaskóla og Samvinnuskólanum réðst Kjartan til starfa. Prúðmennska og ástundun í starfi einkenndu verk hans hvar sem hann vann.

Það þyrfti langt mál til þess að greina frá kjörum alþýðu í Reykjavík fyrr á árum. Svo mjög sem margt hefir breyst. Ein var sú stétt, er setti svip á bæjarlífið, þótt ekki væru liðsmenn hennar hávaxnir. Sendisveinar, sem þá fóru erinda, að flytja vörur og sinna ýmsum störfum í þágu kaupmanna og stofnana. Þeir voru víðast illa launaðir og bjuggu við bág kjör og nær engin réttindi. Ungir framtakssamir piltar úr röðum þeirra ræddu mál sín og kom saman um að leita til sér eldri manna og fá stuðning þeirra til umsjónar og aðstoðar við stofnun félags er ynni að bættum hag og auknum réttindum. Var leitað til Kjartans, auk tveggja annarra, Péturs Halldórssonar, sem enn lifir og Guðjóns B. Baldvinssonar, sem nýlega er látinn. Þeir brugðust vel við málaleitan okkar og studdu unga ákafamenn vel í starfi. Einhvernveginn varð Kjartan þó fremstur meðal jafningja vegna meiri samskipta við okkur, unga félagsmenn og góðviljaðan skilning og þátttöku í daglegu starfi, fundum og ferðalögum. Öllum áttum við þessum umsjónarmönnum gott að gjalda.

Í félagsstarfi okkar, ungra manna, áttum við oft athvarf í Iðnó. Verkalýðsfélögin og samtök alþýðunnar höfðu eignast þar bækistöð. Þar voru fundir margra félaganna og jafnframt leiksýningar og dansleikir. Um og eftir miðjan fjórða áratuginn höfðum við Kjartan þau störf með höndum að selja aðgöngumiða að dansleikjum er þar voru haldnir og gæta þar reglu meðan dansinn dunaði. Þá stóðu dansleikir frá klukkan 9 að kvöldi til klukkan 4 að nóttu. Ágóða af þessum dansleikjum var varið til þess að styrkja útgáfu Alþýðublaðsins og efla ýmiskonar útbreiðslustarf á vegum jafnaðarmanna. Í þessu starfi okkar Kjartans tengdumst við traustum böndum og er margs að minnast frá þessum árum. Á þeirri tíð var ekki annað séð en Kjartan væri heill og hraustur, enda naut hann útivistar og ferðaðist um fjöll og firnindi, traustur og öruggur, aðgætinn og áhugasamur ferðafélagi.

Kjartan var vel ritfær og greip stundum pennann til þess að rita um sitthvað er í huga bjó. Mér er í minni ferðasaga er hann skráði í Sunnudagsblað Alþýðublaðsins. Þar greindi hann frá ferð er við, félagarnir tveir, fórum um Suðurland. Við fórum hjólandi úr Reykjavík "alla leið austur á Síðu", eins og komist er að orði í frásögn blaðsins. Af frásögn Kjartans má ráða margt um hug hans og heilsu, þrek og þrótt og viðhorf hans til lífshátta og ferðamáta. Hann rómar náttúrufegurð og fögur bæjarstæði undir Eyjafjöllum, lýsir torfærum leiðum í göngu á Eyjafjallajökul, vegsamar útsýni af hábungu jökulsins og hvetur lesendur til þess að anda að sér hreinu lofti sveitanna og ferðast fótgangandi, á hjólum eða hestum. Af skrifum hans á þessum árum má sjá hve vel hann naut þess að klífa fjöll og sækja á brattann. Við félagarnir óðum saman margan straum, klifum Kjöl, litum Eiríksjökul ljóma í miðnætursól, hituðum kaffi á Hveravöllum lögðum leið okkar yfir Langjökul, tjölduðum á Arnarvatnsheiði, stikuðum Stórasand, námum staðar við Norðlingafljót, komum í Kalmanstungu, gengum að Gilsbakka og sátum fagnað í Síðumúla.

Þegar horft til fjallahringsins sem blasir við úr Reykjavík þykist ég sjá að við fornir félagar höfum klifið mörg þeirra fjalla er blasa við sjónum.

Árið 1937 sigldum við Kjartan, eins og sagt var þá, til þess að afla okkur menntunar. Dvöldumst við vetrarlangt í sænskum lýðháskóla, T¨arna. Nutum góðrar fyrirgreiðslu Guðlaugs Rósinkranz. Í Svíþjóð undum við hag okkar vel í námi, leik og störfum. Er vetri lauk tókum við félagar að okkur ýmis störf á vegum skólans. Sáðum í akra skólabúsins, gegndum fjósverkum, gerðum hreinar íbúðir húsmæðraskólans, fórum í kaupstaðarferðir, grófum skurði og gengum til ýmissa verka. Um sumarið gistum við ýmsa skóla og fræðslustofnanir sænskra alþýðusamtaka og samvinnufélaga. Hvarvetna var Kjartan hinn besti félagi, er lagði jafnan gott til mála og þótti öllum góð nærvera hans og viðmót hlýtt og kurteislegt.

Er heim kom réðst Kjartan fljótlega til starfa hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þar vann hann um áratuga skeið að margvíslegum málum. Þá kom sér vel ljúflyndi hans og þolinmæði að hlýða á frásagnir þeirra er aðstoðar þurftu að leita. Kjartan vildi hvers manns vanda leysa og mun margur minnast starfa hans að mannúðar og velferðarmálum. Félagar hans í samtökum berklasjúklinga, SÍBS, minnast hans með verðugum hætti. Þeim samtökum vann hann af alúð og árvekni. Það var þungt högg og mikill hnekkir er Kjartan varð fyrir heilsutjóni, en hann snerist til varnar vongóður og æðrulaus. Það varð gæfa hans að fá að lifa lífinu með elskulegri eiginkonu sinni og traustum lífsförunaut, Jónu Jónasdóttur.

Eiginkonu Kjartans, fjölskyldu, félögum og vinum sendi ég og fjölskylda mín vináttu- og samúðarkveðjur. Við þökkum liðna tíð, einkum minnist fjölskylda mín áranna í Meðalholti.

Pétur Pétursson þulur.


Sponsored by Ancestry

Advertisement