Guðrún Jónsdóttir

Advertisement

Guðrún Jónsdóttir

Birth
Vestfirðir, Iceland
Death
13 Apr 2019 (aged 87)
Reykjavík, Reykjavíkurborg, Höfuðborgarsvæði, Iceland
Burial
Reykjavík, Reykjavíkurborg, Höfuðborgarsvæði, Iceland Add to Map
Plot
U-685
Memorial ID
View Source
CHILDREN with Þorsteinn Pálsson 1926–2008
Ragnheiður Ödda Þorsteinsdóttir
Bára Þorsteinsdóttir
Alda Þorsteinsdóttir

Gardur.is - Guðrún Jónsdóttir
https://www.gardur.is/einstakl.php?nafn_id=295033

=========================

OBITUARY

Guðrún Jónsdóttir

Guðrún Jónsdóttir fæddist í Bolungarvík 6. október 1931. Hún lést á heimili sínu 13. apríl 2019.

Guðrún átti þrjú uppeldissystkini, þau Ólaf, Helgu og Guðrúnu Veturliðabörn. Þau eru öll látin.

Fyrrverandi sambýlismaður Guðrúnar var Þorsteinn Pálsson. Hann lést 5.5. 2008. Dætur þeirra eru Ragnheiður Adda Þorsteinsdóttir, f. 12.10. 1957, maki Jósef Ólafsson, f. 18.11. 1961. Fyrri sambýlismenn Ragnheiðar eru Stefán Þorbergsson, saman eiga þau tvíburana Þorstein Rúnar og Þorberg Svavar, f. 6.2. 1978, og Arnfinnur Jón Guðmundsson, f. 18.4. 1953, saman eiga þau a) Þórð Sigurel Arnfinnsson, f. 28.1. 1982, maki Halldóra Halldórsdóttir, f. 8.12. 1986. Börn þeirra eru Jónatan Axel Þórðarson, f. 21.4. 2010, og Júlíus Elí Þórðarson, f. 23.1. 2012. b) Arnfríður Olga Arnfinnsdóttir, f. 13.6. 1987, búsett í Þórshöfn í Færeyjum. Sonur hennar er Tristan Set Mýrá, f. 24.6. 2008. Faðir hans er Jan Mýrá, f. 7.11. 1986 í Færeyjum. c) Andrea Guðrún Arnfinnsdóttir, f. 11.12. 1990. Andrea er búsett í Oyndafirði í Færeyjum. Yngsta dóttir Ragnheiðar er Lísa María Jósefsdóttir, f. 05.02.2001. Auk Ragnheiðar áttu Guðrún og Þorsteinn tvíburadæturnar Öldu og Báru Þorsteinsdætur, f. 1.12. 1958. Eiginmaður Guðrúnar til 30 ára var Þórður Sigurel Kristjánsson, f. 29.10. 1933. Hann lést 1.7. 1988.

Guðrún starfaði meðal annars sem dagmóðir á heimili sínu í miðbæ Reykjavíkur, og sá þar um hópinn allan af börnum. Á seinni árum vann hún við heimilishjálp hjá Reykjavíkurborg.

Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 23. apríl 2019, klukkan 15.

------------------------

Elsku mamma.

Þú fórst allt of fljótt frá okkur. Við hefðum viljað hafa þig hjá okkur aðeins lengur. Þú varst mikill dýravinur, elskaði kisur og hunda og voru það því ófáar kisurnar sem þú áttir gegnum árin.

Alltaf var það jafn ánægjulegt að koma til þín á Lindargötuna og hlusta á harmóníkutónlist með þér yfir kaffibolla og hlusta á sögurnar úr sveitinni. Þú varst mikil slysavarnakona ásamt Dodda manninum þínum, enda var hann björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Ingólfi, sem síðar varð Björgunarsveitin Ársæll. Sjálf varst þú mjög virk í kvennadeildinni í björgunarsveitinni. Þú og Jobbi tengdasonur þinn voruð miklir mátar og saman gátuð þið hlustað á Elvis og harmóníkutónlist sem þið bæði höfðu svo gaman af.

Tómið er stórt sem þú skilur eftir þig, mamma mín, og viljum við kveðja þig með þessu fallega versi:

Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna

Fyllstu þakkir flyt ég þér

fyrir samveruna.

(Har. S. Mag.)

Adda, Alda Bára og

Jósef (Jobbi).

Elsku amma.
Þá er komið af kveðjustund. Við barnabörnin eru afar heppin að hafa fengið að hafa þig hjá okkur megnið af okkar fullorðna lífi.

Það er svo erfitt að hugsa til að þú ert ekki hjá okkur lengur, en minningarnar lifa og við vitum að þú situr brosandi á skýinu þínu, raulandi lag á meðan þú gætir okkar.

Við eldri börnin munum ævintýrin á Lindargötunni, gómsætu rjómaterturnar, tjarnaferðirnar og bangsaskírnarveislurnar. Aldrei var langt í brosið og knúsin og alltaf gastu hlegið að uppátækjunum okkar.

Þegar við urðum eldri varstu dugleg að spá fyrir okkur í bolla og ef spádómurinn var ekki góður var bollinn þveginn og prófað upp á nýtt, því alltaf vildir þú okkur hið besta.

Ég man þegar þú vissir að þú værir orðin langamma, stoltið var alveg að fara með þig og þegar Tristan, Jónatan og Júlíus voru litlir hljópst þú upp til handa og fóta fyrir þá. Því allt mátti nú hjá henni langömmu.

Alltaf var jafngaman að spjalla við þig og gátum við rætt heima og geima, þú með kaffibollann og ég með kókglasið mitt. Þetta fannst þér nú alveg ferlegt, að ég þrítug manneskjan væri ekki búin að læra að drekka kaffi, og alltaf hlóstu.

Þú varst líka svo fyndin, amma, og ég gleymi aldrei í fyrra þegar að þú spurðir mig hvernig það gengi með ástarmálin. Þegar ég svaraði að það gengi nú eitthvað brösuglega varstu fljót að bæta við að þá myndum við bara finna okkur hlöðuball og finna mér mann og hver vissi nema að þú myndir næla þér í kall líka, og svona gátum við hlegið endalaust saman.

En nú ertu farin og þrátt fyrir að söknuðurinn sé stór lifir minning þín í hjörtum okkar um alla ævi. Rétt eftir að þú varst farin heyrði ég Lísu spila lagið When I think of Angels I think of you, og svoleiðis munum við alltaf muna þig, sem engils sem vakir yfir okkur öllum.

Hvíl í friði, elsku amma Rúna.

Vegna okkar barnabarnanna þinna, Rúnars, Bergs, Dodda, Andreu, Lísu, og barnabarnabarnanna þinna þriggja, Tristans, Jónatans og Júlíusar.

Olga

Arnfinnsdóttir.

23. apríl 2019 | Minningargreinar | 745 orð | 1 mynd
CHILDREN with Þorsteinn Pálsson 1926–2008
Ragnheiður Ödda Þorsteinsdóttir
Bára Þorsteinsdóttir
Alda Þorsteinsdóttir

Gardur.is - Guðrún Jónsdóttir
https://www.gardur.is/einstakl.php?nafn_id=295033

=========================

OBITUARY

Guðrún Jónsdóttir

Guðrún Jónsdóttir fæddist í Bolungarvík 6. október 1931. Hún lést á heimili sínu 13. apríl 2019.

Guðrún átti þrjú uppeldissystkini, þau Ólaf, Helgu og Guðrúnu Veturliðabörn. Þau eru öll látin.

Fyrrverandi sambýlismaður Guðrúnar var Þorsteinn Pálsson. Hann lést 5.5. 2008. Dætur þeirra eru Ragnheiður Adda Þorsteinsdóttir, f. 12.10. 1957, maki Jósef Ólafsson, f. 18.11. 1961. Fyrri sambýlismenn Ragnheiðar eru Stefán Þorbergsson, saman eiga þau tvíburana Þorstein Rúnar og Þorberg Svavar, f. 6.2. 1978, og Arnfinnur Jón Guðmundsson, f. 18.4. 1953, saman eiga þau a) Þórð Sigurel Arnfinnsson, f. 28.1. 1982, maki Halldóra Halldórsdóttir, f. 8.12. 1986. Börn þeirra eru Jónatan Axel Þórðarson, f. 21.4. 2010, og Júlíus Elí Þórðarson, f. 23.1. 2012. b) Arnfríður Olga Arnfinnsdóttir, f. 13.6. 1987, búsett í Þórshöfn í Færeyjum. Sonur hennar er Tristan Set Mýrá, f. 24.6. 2008. Faðir hans er Jan Mýrá, f. 7.11. 1986 í Færeyjum. c) Andrea Guðrún Arnfinnsdóttir, f. 11.12. 1990. Andrea er búsett í Oyndafirði í Færeyjum. Yngsta dóttir Ragnheiðar er Lísa María Jósefsdóttir, f. 05.02.2001. Auk Ragnheiðar áttu Guðrún og Þorsteinn tvíburadæturnar Öldu og Báru Þorsteinsdætur, f. 1.12. 1958. Eiginmaður Guðrúnar til 30 ára var Þórður Sigurel Kristjánsson, f. 29.10. 1933. Hann lést 1.7. 1988.

Guðrún starfaði meðal annars sem dagmóðir á heimili sínu í miðbæ Reykjavíkur, og sá þar um hópinn allan af börnum. Á seinni árum vann hún við heimilishjálp hjá Reykjavíkurborg.

Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 23. apríl 2019, klukkan 15.

------------------------

Elsku mamma.

Þú fórst allt of fljótt frá okkur. Við hefðum viljað hafa þig hjá okkur aðeins lengur. Þú varst mikill dýravinur, elskaði kisur og hunda og voru það því ófáar kisurnar sem þú áttir gegnum árin.

Alltaf var það jafn ánægjulegt að koma til þín á Lindargötuna og hlusta á harmóníkutónlist með þér yfir kaffibolla og hlusta á sögurnar úr sveitinni. Þú varst mikil slysavarnakona ásamt Dodda manninum þínum, enda var hann björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Ingólfi, sem síðar varð Björgunarsveitin Ársæll. Sjálf varst þú mjög virk í kvennadeildinni í björgunarsveitinni. Þú og Jobbi tengdasonur þinn voruð miklir mátar og saman gátuð þið hlustað á Elvis og harmóníkutónlist sem þið bæði höfðu svo gaman af.

Tómið er stórt sem þú skilur eftir þig, mamma mín, og viljum við kveðja þig með þessu fallega versi:

Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna

Fyllstu þakkir flyt ég þér

fyrir samveruna.

(Har. S. Mag.)

Adda, Alda Bára og

Jósef (Jobbi).

Elsku amma.
Þá er komið af kveðjustund. Við barnabörnin eru afar heppin að hafa fengið að hafa þig hjá okkur megnið af okkar fullorðna lífi.

Það er svo erfitt að hugsa til að þú ert ekki hjá okkur lengur, en minningarnar lifa og við vitum að þú situr brosandi á skýinu þínu, raulandi lag á meðan þú gætir okkar.

Við eldri börnin munum ævintýrin á Lindargötunni, gómsætu rjómaterturnar, tjarnaferðirnar og bangsaskírnarveislurnar. Aldrei var langt í brosið og knúsin og alltaf gastu hlegið að uppátækjunum okkar.

Þegar við urðum eldri varstu dugleg að spá fyrir okkur í bolla og ef spádómurinn var ekki góður var bollinn þveginn og prófað upp á nýtt, því alltaf vildir þú okkur hið besta.

Ég man þegar þú vissir að þú værir orðin langamma, stoltið var alveg að fara með þig og þegar Tristan, Jónatan og Júlíus voru litlir hljópst þú upp til handa og fóta fyrir þá. Því allt mátti nú hjá henni langömmu.

Alltaf var jafngaman að spjalla við þig og gátum við rætt heima og geima, þú með kaffibollann og ég með kókglasið mitt. Þetta fannst þér nú alveg ferlegt, að ég þrítug manneskjan væri ekki búin að læra að drekka kaffi, og alltaf hlóstu.

Þú varst líka svo fyndin, amma, og ég gleymi aldrei í fyrra þegar að þú spurðir mig hvernig það gengi með ástarmálin. Þegar ég svaraði að það gengi nú eitthvað brösuglega varstu fljót að bæta við að þá myndum við bara finna okkur hlöðuball og finna mér mann og hver vissi nema að þú myndir næla þér í kall líka, og svona gátum við hlegið endalaust saman.

En nú ertu farin og þrátt fyrir að söknuðurinn sé stór lifir minning þín í hjörtum okkar um alla ævi. Rétt eftir að þú varst farin heyrði ég Lísu spila lagið When I think of Angels I think of you, og svoleiðis munum við alltaf muna þig, sem engils sem vakir yfir okkur öllum.

Hvíl í friði, elsku amma Rúna.

Vegna okkar barnabarnanna þinna, Rúnars, Bergs, Dodda, Andreu, Lísu, og barnabarnabarnanna þinna þriggja, Tristans, Jónatans og Júlíusar.

Olga

Arnfinnsdóttir.

23. apríl 2019 | Minningargreinar | 745 orð | 1 mynd